Bókaðu gistinguna hérFarfuglaheimilin í stafrófsröð


/media/Originals/787e589e918a596.jpeg
/media/Originals/5ca78952698625bf.jpeg
/media/Originals/f4a7ddcbdbf62459.jpeg
/media/Originals/ad241db3d46a0fb.jpeg
/media/Originals/8e128255cc396fc.jpeg
/media/Originals/3ffae5c82d3da0c6.jpeg
/media/Originals/3cf2d4d2d899d2c.jpeg
/media/Originals/b68bf93cb8bbd234.jpeg
/media/Originals/5b7a3cda71a73288.jpeg
/media/Originals/7817d64dd33cd80.jpeg
/media/Originals/5b67397153c72d95.JPG

Ytra Lón

Langanesi
681 Þórshöfn
Ísland
 
Sími: 846-6448
ytralon@hostel.is

Sjáðu hvað öðrum gestum finnst

 

Heimilið í hnotskurn

Upplifðu náttúruna langt frá ys og þys borgarlífsins,
 - enginn gististaður á Íslandi er lengra frá höfuðborginni en Ytra Lón

Ósnortin náttúra og kyrrð gerir Ytra Lón kjörinn stað fyrir náttúruunnendur og aðra sem sækjast eftir ró og friði. Langanesið er paradís fuglaskoðara og göngufólks. Á göngu á nesinu sérðu yfirgefin hús og eyðibýli, fjölbreytta flóru plantna og kríu í þúsundatali. Kemst í nálægð við súluna, sem nefnd er drottning Atlantshafsins, ásamt  stuttnefju og öðrum svartfuglum og sjófuglum í björgunum. Allar svartfuglar sem verpa við Ísland finnast á Langanesi.

Lónsáin rennur rétt hjá bænum en þar er oft góð silungsveiði og vænir sjóbirtingar og bleikjur ganga í ána. Gestir farfuglaheimilisins njóta þess að komast í heitan pott sem er freistandi allt árið. Þar er upplagt að slaka á eftir dag í veiði eða á göngu. Það er ómótstæðilegt að skoða stjörnurnar úr heita pottinum á kyrru vetrarkvöldi, að ekki sé talað um þegar norðurljósin fara á kreik.

Vorið 2010 var opnuð ný álma með 9 studio íbúðum fyrir 2 – 4, með baðherbergi og eldunaraðstöðu. Bókið „þægindapakkann“ með uppbúnum rúmum og morgunmat, með því að senda línu á ytralon@hostel.is.

Farfuglaheimilið er í eigu íslensk-hollenskrar fjölskyldu, sem einnig rekur sauðfjárbú á bænum. Gestum býðst að taka þátt í árstíðabundnum störfum á bænum.

Vinsamlegast athugið að næsta búð er í 14 km fjarlægð.

Við hlökkum til að sjá ykkur!


 

Opnunartímar

Opnunartími móttöku:    Móttakan er opin frá 8:00-10:00 og 16:00-23:00. Herbergin eru tilbúin kl.16:00 og eiga að vera laus aftur kl.10:00.
Opnunartími (yfir árið):    1. janúar - 31. desember. Hringið á undan ykkur yfir vetrartímann.

Næstu farfuglaheimili

Kópasker 84 km, - Húsey 185 km.

Aðstaða
Afslættir og tilboð

  Sameiginleg rými
  Garður
  Fjölskylduherbergi   
  Veitingahús   
  Grænt farfuglaheimili
  Opið allan sólarhringinn
 Heitur pottur

Leiksvæði
  Sængurföt til leigu
  Einstaklingar velkomnir
  Skattar innifaldir í verði
  Eldurnaraðstaða
  Farangursgeymsla
  Hjólageymsla
  Hópar velkomnir
  Reyklaus svæði
  Aðstaða til að grilla
 

Fjöldi rúma

Fjöldi rúma í herbergi: bedicon1 bedicon2 bedicon3 bedicon4 bedicon5 bedicon6 Samtals fjöldi rúma
Fjöldi herbergja: 1 6 2 3 2 1 50

Staðsetning

 

Ítarlegra vegakort er að finna hér.

 

 

 

Strætó:     

Strætóferðir frá Húsavíkur til Þórshafnar eru í boði alla daga nema laugardaga ef bókað er fyrirfram. Athugið! Bóka þarf ferðina með 4 tíma fyrirvara  eða daginn áður í síma 540 2700. Nánari upplýsingar á  www.straeto.is, leið 79.
Við sækjum gesti á Þórshöfn fyrir sanngjarnt verð.

 

Bílastæði:


Við farfuglaheimilið

 

Staðsetning:

Ytra Lón er við veg nr. 869, 14 km norðaustan við Þórshöfn.

 

Flugvöllur:
Flogið er frá Akureyri til Þórshafnar alla virka daga  Brottför úr Reykjavík kl. 8:30, skipt um vél á Akureyri og lent á Þórshöfn kl 11:00. Við sækum gesti á flugvöllinn fyrir sanngjarnt verð.


 
Viltu sjá fuglabjörgin á Langanesinu, eyðiþorpið á Skálum, skoða Heiðarfjallið (Misty Mountain), fara alla leið út á Font, eða komast eitthvert til að ganga? Ekkert mál! Við keyrum og sækjum gesti okkar, allt eftir óskum. Fáðu upplýsingar og verð með því að senda línu á ytralon@hostel.is, og við skipuleggjum ferð fyrir þig..


Takið eftir – nýr vegur!
Nýr vegur var opnaður fyrir skömmu þvert yfir Melrakkasléttu, svokölluð Hófaskarðsleið. Vegurinn stytti verulega leiðina milli Þórshafnar, Raufarhafnar og Kópaskers. Þá opnaðist einnig möguleiki á skemmtilegri hringleið um Melrakkasléttu. Fallegur útsýnisstaður er í Hófaskarði.

Einnig hefur nýr vegur upp úr Vopnafirði bætt tenginguna við Egilsstaði verulega.
 

Afþreying

Fuglaskoðun og bjargsig
Langanesið er paradís fuglaskoðara, ljósmyndara, göngufólks og allra sem vilja njóta ósnortinnar náttúru. Skoruvíkurbjarg á Langanesi er eitthvert aðgengilegasta fuglabjarg á Íslandi. Þar má sjá allar íslensku svartfuglategundirnar, þar með talinn lunda á stuttu færi. Í Stóra Karli sem stendur undir bjarginu er ein stærsta og aðgengilegasta súlubyggð á landinu.
Súlan er kölluð drotting Atlantshafsins, enda tígulegur fugl.

Á hverju ári fara eggjamenn frá Þórshöfn í björgin að síga eftir eggjum. Þeir eru að störfum í björgunum um það bil frá 15. maí til 10. júní. Eggjatakan er byggð á aldagamalli hefð en einnig á náttúruvernd og virðingu. Áhugafólki um fugla og bjargsig er velkomið að koma og fylgjast með en aðeins 18 ára og eldri eiga þess kost að reyna að síga. Eggjamenn halda til við björgin í 2 – 3 daga í senn.
Allar nánari upplýsingar í ytralon@hostel.is.

Náttúra og gönguferðir
Langanesið er sannkölluð útivistarparadís með fjörugu fuglalífi, frábært til gönguferða og náttúruskoðunar um leið og lesa má söguna í landinu. Á nesinu skiptast á flóar, holt og melar. Yst á Langanesfonti hafa fundist 21 tegund háplantna. Gönguleiðir frá Ytra Lóni eru við allra hæfi allt frá 2 tímum upp í marga daga. Göngukort fást á farfuglaheimilinu. Einnig veitum við göngufólki akstursþjónustu.

Farfuglaheimilið Ytra Lón býður fjölbreyttar gönguferðir og fuglaskoðunarferðir með leiðsögn. Hvort sem þú vilt fara í fjöru eða til fjalla, sjá og fræðast um rústir og eyðibýli, heimsækja vita eða fara í sögugöngu um Þórhöfn, allt eftir þínum óskum.

Silungsveiði
Gestir okkar geta veitt í lóni við bæinn endurgjaldslaust. Við bæjardyrnar rennur gersemin okkar, Lónsá. Þetta er tveggja stanga sjóbleikju- og sjóbirtingsá. Ofan óssins sem er stuttur en gjöfull er innlón og þá tekur við tveggja kílómetra kafli þar sem áin rennur um grösugar engjar og tún. Umhverfið er sérstakt, t.d. er fuglalíf afar fjölbreytt. Miðnætursólin verður vart fegurri en á Langanesi og ekki skemmir að veiðimönnum er heimilt að taka út sínar lögbundnu 12 veiðistundir á þeim tíma sólarhringsins sem þeim hentar. Aðeins fluguveiði ofar í ánni.

Sagan
Ferð um útnesið er ógleymanlegt ævintýri. Víða má sjá minjar um búsetu fólks og baráttuna við hafið. Á miðju nesinu rís Heiðarfjall en þaðan er stórkostlegt útsýni í allar áttir. Vel sést út Langanesið og inn til Bakkaflóa og allt austur að fjöllunum við Héraðsflóa. Á Heiðarfjalli rak Atlantshafsbandalagið ratsjárstöð á árunum 1954 – 1969 og var fjallið þá stundum nefnt “Misty Mountain”.
Á Gunnólfsvíkurfjalli sem er hæsta fjall á Langanesi, 719 m hátt, er nú rekin ratsjár- og fjarskiptastöð.

Á leið út Nesið er farið fram hjá nokkrum eyðibýlum og komið að Skoruvík og Skoruvíkurbjargi. Frá Skoruvík liggur vegur þvert yfir nesið að Skálum. Skammt frá veginum stendur trékross til minningar um 11 enska skipbrotsmenn er þar urðu úti. Einnig listaverkið Tundurdufl frá árinu 2011 eftir listamanninn Jóhann Ingimarsson, en tundurdufl frá stíðsárunum voru mikil vá fyrir ábúendur Langaness.
Á Skálum var á árunum 1910-1946 hið myndarlegasta fiskveiðiþorp. Þar eru umfangsmiklar minjar þorps sem einu sinni var. Húsagrunnar, hálfhrundir veggir, brunnar, bryggja og grafreitur. Leitað hefur verið leiða til að miðla sögunni til þeirra sem í dag sækja þorpið heim. Smárit um Skála fæst á farfuglaheimilinu.
Fontur er ysti hluti Langaness, gyrtur háum standbjörgum. Viti var reistur þar fyrst 1910 en núverandi viti er frá 1950.

Hundarnir á bænum
Border Collie hundarnir á bænum eru þjálfaðir smalahundar. Þegar hundurinn er tilbúinn til starfa leggur hann niður rófuna og dáleiðir búsmalann með augunum. Border Collie getur náð í stóra fjárhópa um langan veg og fundið fé í verstu veðrum. Þess vegna völdum við að vinna með þessa frábæru hunda. Á sumrin eru nokkrar ær hafðar heima við til að æfa hundana. Gestum er velkomið að fylgjast með þegar æfingar standa yfir.

Bændagolf og fjársjóðsleit
Bændagolf  byggir á sömu hugmynd og venjulegt golf þó það sé ekki leikið á sléttri braut. Golfbrautin á Ytra Lóni er 10 holu braut sem liggur yfir stokka og steina. Leikið er með bolta og stóra kylfu með tréskó fyrir kylfuhaus. Holurnar eru fötur sem eru grafnar í jörðina, merktar með flaggi. Markmiðið er að komast á sem fæstum höggum í hverja holu.
Allir geta leikið bændagolf, aldur og íþróttaferill skiptir ekki máli. Keppnin getur ýmist verið liðakeppni eða einstaklingakeppni.
GPS fjársjóðsleit á Langanesi leiðir þig á marga spennandi staði á nesinu. Með GPS-tækinu þínu finnurðu vísbendingar sem að lokum leiða þig að fjársjóðnum. Finnið Langanes á www.geocaching.com

Nuddpottur
Nuddpotturinn okkar er kjörinn til að slaka á eftir góða göngu eða skoðunarferð. Að skoða stjörnurnar úr pottinum er dásamlegt, að ekki sé talað um ef norðurljósin eru á kreiki.

Ferðir og veiði

Silungsveiði
Við bæjardyrnar rennur gersemin okkar, Lónsáin. Þetta er falleg sjóbleikju- og sjóbirtingsá. Ofan við ósinn, sem er stuttur en gjöfull, er innlón og þá tekur við sex kílómetra kafli þar sem áin rennur um grösugar engjar og tún. Umhverfið er friðsælt og sérstakt með fjölbreyttu fuglalífi og fallegum gönguleiðum. Aðeins er leyfð fluguveiði ofar í ánni. Farfuglaheimilið Ytra Lón selur veiðileyfi og veitir nánari upplýsingar. Hafið samband í netfangið ytralon@hostel.is.
Gestir okkar geta veitt silung í lóni við bæinn endurgjaldslaust.

Gisting og gæs
Á haustin geta gestir okkar komist í gæsaveiði á góðu verði í grennd við bæinn. Hafið samband í ytralon@hostel.is til að fá nánari upplýsingar og bóka gistingu og gæs.

Akstur og trúss
Farfuglaheimilið sinnir akstri með útivistar- og göngufólk, hvort sem er að upphafsstað eða í lok göngu, ásamt því að flytja farangur. Niður í fjöru eða til fjalla, að skoða fugla í björgunum á Langanesi, að skoða rústir þorpsins sem var á Skálum, að komast upp á Heiðarfjallið, að fara alla leið út á Font eða eitthvert annað til að leggja af stað í göngu. Við leysum málið. Hafið samband til að fá upplýsingar og verð.

Gönguferðir og fuglaskoðunarferðir með leiðsögn
Farfuglaheimilið býður gönguferðir og fuglaskoðunarferðir með akstri og leiðsögn á Langanesi og nágrenni. Ferðir með ströndinni, að fuglabjörgunum, til fjalla, söguferðir, vitaferðir eða sögugöngur um Þórshöfn, allt eftir þinum óskum.

Fastar ferðir að Skoruvíkurbjargi, einni stærstu súlubyggð landsins sem er  í Stóra Karli, og út á Font, alla daga í maí til ágúst, kl. 8:00, 15:00 og 20:00 (eða á öðrum umsömdum tímum), ef bókað er fyrirfram.

Langanes – Skoruvíkurbjarg, "Stóri Karl" - Skálar - Fontur
Stórkostlegur fuglaskoðunarstaður – Menning og saga – Viti á veraldarenda
Í boði: Maí - ágúst
Brottfararstaður: Farfuglaheimilið Ytra Lón
Brottfarartími: 8:00 (eða annar umsaminn tími)
Ferðatími: Um það bil 5 tímar
Verð: 120 € pr. mann, minnst 2 gestir (eða lágmarksgjald)
 
Langanes - Birdcliffs "Stóri Karl" -  Skálar
Stórkostlegur fuglaskoðunarstaður – Menning og saga
Í boði: Maí - ágúst
Brottfararstaður: Farfuglaheimilið Ytra Lón
Brottfarartími: 15:00 (eða annar umsaminn tími)
Ferðatími: Um það bil 3,5 tímar
Verð: 96 € pr. mann, minnst 2 gestir (eða lágmarksgjald)
 
Langanes - Birdcliffs - "Stóri Karl"
Stórkostlegur fuglaskoðunarstaður
Í boði: Maí - ágúst
Brottfararstaður: Farfuglaheimilið Ytra Lón
Brottfarartími: 20:00 (eða annar umsaminn tími)
Ferðatími: Um það bil 2,5 tímar
Verð:72 € pr. mann, minnst 2 gestir (eða lágmarksgjald)

Tilboð

Farfuglaskírteini gera ferðina þína ódýrari og skemmtilegri!

Með því að sýna farfuglaskírteinið færðu bestu kjör á farfuglaheimilum hér á landi og rúmlega 5000 heimilum um allan heim. Auk þess veitir skírteinið afslátt á um 3500 stöðum sem tengjast ferðalögum og/eða ferðamennsku auk þess að veita afslátt á völdum stöðum á Íslandi.  Nánari upplýsingar um afsláttarkjörin finnur þú hér og  á heimasíðu Hostelling International.

Fjölskylduafsláttur (gildir ekki fyrir hópa)
Frítt fyrir börn upp að 5 ára aldri og 50% afsláttur af grunngjaldi fyrir börn 5-12 ára.

Verkalýðsfélagaafsláttur
Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum; Framsýn, Þingiðn, Starfsmannafélag Húsavíkur og Verkalýðsfélag Þórshafnar bjóða félagsmönnum sínum og fjölskyldum þeirra gistingu á góðum kjörum á farfuglaheimilum. Gistiávísanir fyrir farfuglaheimili er hægt að fá á skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík. Allar nánari upplýsingar eru veittar þar.Gistiávísun fyrir einn einstakling í eina nótt er seld á 1.300 kr.

Hópatilboð
Hópar allt að 21 geta bókað tvö af húsunum okkar; Gamla bæinn og Smalaskálann og hafa þá húsin og alla aðstöðu út af fyrir sig, þ.e. hreinlætisaðstöðu, eldhús og setustofur. Sendið okkur linu í ytralon@hostel.is til að fá nánari upplýsingar og tilboð.

Ættarmót
Ytra Lón er hentugur staður fyrir allt að 50 manna ættarmót. Fjölbreyttir gistimöguleikar, tjaldsvæði, eldhús og samkomusalur. Ýmis afþreying og útivistarmöguleikar, t.d. bændagolf sem er kjörið til að hrista hópinn saman. Leitið tilboða.

Íbúð í viku
Vikuleiga á íbúð fæst með góðum afslætti. Íbúðirnar eru með baðherbergi og eldunaraðstöðu. Einnig er hægt að bóka „þægindapakkann“ með uppbúnum rúmum og morgunmat, með því að senda línu á ytralon@hostel.is.

Báran, veitingastaður og bar
Eyrarvegur 3, Þórshöfn
Veitingastaður niðri við höfn, með skemmtilegu útsýni og fjölbreyttum matseðli, fiski og fleiru. Ýmsir viðburðir fara fram á Bárunni svo sem tónleikar, barsvar og stundum er dansað.
→ 10% afsláttur af mat fyrir gesti okkar.

Listamannaíbúðir

‘Outer Space Art Place’ - Listamannaíbúðir á Langanesi

1Á Farfuglaheimilinu á Ytra Lóni á Langanesi hafa verið opnaðar listamanníbúðir undir nafninu ‘Outer Space Art Place’. Verkefnið gerir innlendu og erlendu listafólki, rithöfundum og fræðimönnum kleift að stunda rannsóknir og iðka list sína með Langanesið að innblæstri. Á Ytra Lóni gefst tími, rými, frelsi og næði til að stunda hugarstörf og þróa vinnu sína.

Ytra Lón á Langanesi er 14 km norðan við Þórshöfn. Langanesið teygir sig óralangt út í Norður-Atlantshafið. Það er afar strjálbýlt, einstakur staður steinsnar frá2 heimskautsbaug, með náttúrufegurð og sögu við hvert fótmál.
Ljósmengun er engin að heita má og tækifæri því einstakt til að virða fyrir sér fegurð himinsins; tunglið, stjörnur og leiftrandi norðurljós.

Á Ytra Lóni reka eigendur farfuglaheimilisins einnig sauðfjárbú. Hægt er að fylgjast með daglegum störfum sauðfjárbænda meðan á dvölinni stendur.

Þórshöfn er um 400 manna fiskiþorp með allri almennri þjónustu, s.s. veitingastað, verslun, banka, pósthúsi, bókasafni, bensínstöð, heilsugæslu, lyfjaverslun, góðri sundlaug og íþróttaaðstöðu.

3Listamannaíbúðirnar
Í boði eru allt að fimm smáíbúðir í Heimatúni, en svo heitir húsið á Ytra Lóni sem hýsir íbúðirnar. Þær eru 30 m2  hver, með baði og eldunaraðstöðu,  fullbúnar áhöldum og tækjum. Sængur, lín og handklæði eru innifalin.
Í Heimatúni er rými fyrir sýningar.
Í Smalaskálanum sem er nokkur skref frá íbúðunum er vinnuaðstaða sem skiptist í þrennt, með sameiginlegu eldhúsi og baði.
Á hlaðinu er einnig skemma þar sem vinna má grófari vinnu.

 

 

Tímabil
Dvalartími er einn til þrír mánuðir.4
Vetrar- og vordvöl: Febrúar, mars, apríl.
    Umsóknarfrestur til 1. september.
Haust- og vetrardvöl: September, október, nóvember.
     Umsóknarfrestur til 1. apríl.
Hafið samband ef áhugi er fyrir styttri dvöl.


Umsóknir
Umsóknir berist á þar til gerðum umsóknarblöðum. Umsóknir ber að senda í bréfpósti; ekki er tekið við umsóknum í tölvupósti.
Með umsókninni fylgi:
Verkefnislýsing / vinnulýsing, (sjá umsóknareyðublað). Vinsamlega skrifið hnitmiðaðan texta.
Ferilskrá listamanns / fræðimanns, að hámarki 2 blaðsíður.
Nokkur dæmi um verk (3 – 5) annað hvort útprentað eða á diski. Myndir skulu vera á forminu .jpg og myndbönd á forminu .mov.

Dvalargjöld
Íbúð fyrir einn listamann/fræðimann í mánuð 550 €5
Vinnustofa fyrir einn listamann í mánuð 200 €
Greiða þarf staðfestingargjald; leigu eins mánaðar, við bókun.
Pláss er ekki tekið frá fyrr en greiðsla hefur borist.
Dvalargjald vegna dvalar lengri en eins mánaðar skal greiða með minnst tveggja mánaða fyrirvara.

Ennfremur skal við komu greiða tryggingagjald að upphæð 200 €, sem endurgreiðist við brottför ef skilið er við vistarverur í góðu ástandi. Hægt er að kaupa lokaþrif fyrir 25 €.

Dvalargjaldinu er ætlað að greiða kostnað við rekstur verkefnisins. Það telst ekki leiga og notendur öðlast ekki stöðu leigjenda.

Gestir
Leyfilegt er að fá gesti í nokkra daga og er gjald fyrir þá 20 € nóttin. Innifalin eru sæng, lín og handklæði. Tengiliður íbúðanna skal upplýstur um gestina fyrir komu þeirra.

Afbókanir
Með meira en tvegga mánaða fyrirvara: 50% verða endurgreidd
Innan tveggja mánaða: Engin endurgreiðsla.

Hikið ekki við að skrifa okkur á ytralon@hostel.is ef frekari upplýsinga er þörf.


Share |

Farfuglar ses. | Borgartún 6 | 105 Reykjavík | Sími 575 6700 | Fax 553 0535 | info@hostel.is | Copyright ©www.hostel.is - Allur réttur áskilinn.