Farfuglar - fyrir alla fjölskylduna


Farfuglaheimilin eru frábær kostur fyrir íslenskar fjölskyldur sem vilja skoða landið sitt árið um kring. Heimilin eru 33 talsins og eru staðsett víðsvegar um landið.
Öll heimilin bjóða upp á tveggja -  sex manna herbergi og sum þeirra einnig herbergi með sér snyrtingum. Á öllum heimilunum eru gestaeldhús.

Farfuglar eru félagasamtök sem hafa það að leiðarljósi að gera öllum kleift að ferðast. Þess vegna reynum við að bjóða gott verð við allra hæfi. Með því að kaupa Farfuglaskírteini tryggir fjölskyldan sér enn betra verð. Þegar að fjölskyldan bregður svo undir sig betri fætinum og skreppur til útlanda gildir skírteinið einnig á öllum Hostelling International farfuglaheimilum í yfir 90 löndum.

Einn helsti kostur farfuglaheimilanna eru gestaeldhúsin sem eru til staðar á öllum 33 heimilunum. Þar getur fjölskyldan eldað sér saman kvöldverð eða snætt morgunverð áður en haldið er út í daginn á ný. Að kvöldverðinum loknum getur fjölskyldan nýtt sér setustofur annað sameiginlegt rými til þess að spila, lesa eða spjalla við aðra gesti.


Share |

Bókaðu beint á netinu

Farfuglar ses. | Borgartún 6 | 105 Reykjavík | Sími 575 6700 | Fax 553 0535 | info@hostel.is | Copyright ©www.hostel.is - Allur réttur áskilinn.