Hagnýtar upplýsingar

Að mörgu er að hyggja þegar skipuleggja skal ferðir til útlanda. Þetta á sérstaklega við þegar farið er í lengri ferðir til fjarlægra staða. Í þessum kafla munum við leitast við að veita upplýsingar um fjölda atriða sem skipta máli þegar ferðir eru skipulagðar. Einnig höfum við safnað saman erlendum  vefsíðum sem geta komið að góðum notum við skipulagningu ferðanna. Í kaflanum er m.a. að finna upplýsingar um:

rútu- og lestarpassa    erlendar ferðaskrifstofur     skjöl sem nauðsynlegt er að hafa meðferðis
ferðahandbækur og ferðavefsíður     heilbrigði á ferðalögum     útbúnað

Rútu- og lestarpassar

Á eftirfarandi vefsíðum er að finna upplýsingar um um nokkra rútu-og lestarpassa.

Interrail – lestir í Evrópu (http://www.interrail.net/)
Eurostar – lestir í Evrópu (http://www.eurostar.com)
Ticabus – rútur í Mið-Ameríku (http://www.ticabus.com)
A ferry to – ferjur í Evrópu (http://www.aferry.to)
Indianrail – lestir á Indlandi (http://www.indianrail.gov.in/)

Upp

Ferðaskrifstofur

Það er mikið frelsi fólgið í því að ferðast einn og geta gert allt eftir eigin höfði, en á móti kemur að góður félagsskapur er ómetanlegur og það er öruggara að ferðast í hóp.  Ef ekki finnst ferðafélagi er hægt að fara með ferðaskrifstofu, og ef um löng ferðalög er að ræða eru svokallaðar “overland” ferðir frábær kostur. Hér að neðan er listi yfir ferðaskrifstofur sem bjóða þannig ferðir.

Dragoman (http://www.dragoman.co.uk)
Exodus (http://www.exodus.co.uk)
Intrepid (http://www.intrepidtraveler.com)
Tucan (http://www.tucantravel.com)
Guerba (http://www.guerba.co.uk)
Imaginative traveller (http://www.imaginative-traveller.com)
Contiki (http://www.contiki.com)
Sundowners (http://www.sundownerstravel.com)

Upp  

Nauðsynleg skjöl

Vegabréfsáritanir

Á vef Utanríkisráðuneytisins er að finna upplýsingar um vegabréfsáritanir (http://www.utanrikisraduneyti.is/borgarathjonusta/ferdalagid/vegabrefsaritanir/). Þetta þarf athuga með góðum fyrirvara, því ef þarf að senda vegabréf til sendiráðs erlendis til að fá áritun þarf að reikna með nokkrum vikum í það.
Athugið að sum lönd krefjast þess að vegabréfið renni ekki út fyrr en hálfu ári eftir fyrirhugaða heimkomu

Ef um mörg lönd er að ræða er hægt að snúa sér til fyrirtækja sem útvega vegabréfsáritanir fyrir ferðamenn (www.travcour.com).

Ferðatryggingar

Ef ferðast á innan Evrópu er æskilegt að vera með E-111 form, og annars tryggingaskírteini, sem bæði fast hjá hjá Tryggingarstofnun Ríkisins (tr.is). Ef ferð eða flugmiði er greiddur með kreditkorti eru í sumum tilfellum tryggingar innifaldar, en þær eru mismunandi öruggar. Það er því miklvægt að kynna sér vel hvað þessar tryggingar dekka.

Önnur skjöl sem gæti þurft að hafa með eru

- Farfuglaskírteini
- ökuskírteini
- bólusetningarskírteini
- lyfseðil fyrir lyfjum eða gleraugum
- Gott er að hafa nokkra upphæð í ferðaávísunum ef eitthvað kæmi upp á, en reiða sig ekki alfarið á greiðslukort og hraðbanka.
- Auka eintök af passamyndum ef fylla þarf út vegabréfsumsóknir eða annað meðan á ferðalaginu stendur.

Af öllum skjölum ætti að taka ljósrit og geyma eitt eintak heima og annað í farangri, þó ekki á sama stað og frumrit. Þá er líka hægt að skanna vegabréfið og eiga í pósthólfi tölvupósts, ef vegabréfið týnist þá er hægt að prenta út afrit. Það er ekki tekið gilt sem vegabréf en gæti flýtt fyrir að fá nýtt vegabréf eða fylla út lögregluskýrslur ef þarf að tilkynna vegabréfið glatað.

Upp

Ferðahandbækur og vefsíður

Það er til ógrynni ferðahandbóka á markaðnum sem henta mismunandi ferðum. Sum útgáfufyrirtækjanna halda einnig úti öflugum vefsíðum þar sem er að finna nýjar upplýsingar og frásagnir ferðalanga.

Lonely Planet ferðabækurnar eru sennilega þekktustu ferðahandbækurnar og fást þær í fjölmörgum bókabúðum hér á landi. Þær eru til í mismunandi útgáfum, bæði um stakar borgir og heilu heimsálfurnar. Shoestring línan hentar þeim sem hafa nægan tíma en þurfa að láta peninginn duga.

Let’s go eru bækur skrifaðar af nemendum í Harvard háskólanum í Minnesota og henta vel fyrir þá sem vilja ferðast sem mest fyrir sem minnstan pening. Útgáfan byrjaði með ljósritaðuðum sneplum sem var dreift á skólasvæðinu og er nú orðið öflugt fyrirtæki.

Aðar yfirgripsmiklar ferðahandbækur eru frá Fodors, Rough Guide og Foot Print. Handbækurnar frá Eyewitness, Insight, Globetrotter og Turen går til eru með miklu myndefni og alla jafnan með góðum kortum. Þær er líka gaman að skoða áður en lagt er af stað jafnvel þó að önnur handbók verði fyrir fyrir valinu til að taka með.

Nokkrir ferðavefir

www.lonelyplanet.com
www.letsgo.com
www.frommers.com
www.bootsnall.com
www.columbusguides.com
www.virtual-tourist.com
www.wikitravel.org

Upp

Heilsa og heilbrigði á ferðalögum

Nauðsynlegt er að huga vel að heilsunni, bæði fyrir brottför og meðan á ferð stendur. Á vef Landlæknisembættisins er að finna Upplýsingar um bólusetningar fyrir ferðamenn og almennar ráðleggingar (www.landlaeknir.is/template1.asp?pageid=197) og góð ráð fyrir langflug (http://www.landlaeknir.is/template1.asp?PageID=316).

Aðrir hlekkir sem eru þess virði að skoða eru Bók Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar um heilsu og heilbrigði á ferðalögum  (www.who.int/ith) og Mdtravelhealth (www.mdtravelhealth.com) þar sem er að finna upplýsingar um ástand heilbrigðismála og ráðleggingar fyrir ferðamenn, flokkað eftir löndum.

Upp


Útbúnaður


Fátt er mikilvægara á ferðalögum heldur en að taka með sér rétta útbúnaðinn.

Listin að pakka nógu litlu og taka með sér rétta útbúnaðinn lærist með tímanum, en á þessum síðum er hægt að fá nokkur góð ráð.

http://www.the-backpacking-site.com/backpacking.html#packing
http://www.ricksteves.com/plan/tips/packlight.htm

Share |

Farfuglar ses. | Borgartún 6 | 105 Reykjavík | Sími 575 6700 | Fax 553 0535 | info@hostel.is | Copyright ©www.hostel.is - Allur réttur áskilinn.